Árni Helgason ehf fær afhenta nýja Volvo L150H hjólaskóflu

Dóri og Ólafur Árnason takast í hendur við afhendingu á Volvo L150H til Árna Helga ehf.
Dóri og Ólafur Árnason takast í hendur við afhendingu á Volvo L150H til Árna Helga ehf.

Árni Helgason ehf, fékk í vikunni afhenta nýja Volvo L150H hjólaskóflu. Hér er á ferðinni mjög vel útbúin 25 tonna Volvo L150H hjólaskófl. Frábær lýsing hringinn í kringum vélina. Ökumannshús Volvo vinnuvéla uppfylla strögnustu öryggisstaðla ROPS (Roll Over Protective Structure) og FOPS (Falling Objects Protection Structure). Það er einstaklega þægilegt, hljóðlátt, víbrings-varið og með öllum stjórntækjum við hendina. Vélin er Volvo D13J og er að skila 300 hestöflum, skiptingin er 4 gíra Volvo automatic power shift APS.

Óskum við starfsfólki og Árna Helga til hamingju með hina nýju glæsilegu Volvo L150H hjólaskófluna.

Við þetta tækifæri var tekin mynd af vélinni og þeim Halldóri Gunnari Óskarssyni starfsmanni Árna Helga ehf, og Ólafi Árnasyni hjá Brimborg.

Hér er hægt að nálgast bækling yfir Volvo L150H. Smellið hér: