BM Vallá fær afhenta nýja Volvo L120H hjólaskóflu.

Afhending á nýrri Volvo L120H hjólaskóflu til BM Vallá að Bíldshöfða 6.
Afhending á nýrri Volvo L120H hjólaskóflu til BM Vallá að Bíldshöfða 6.

BM Vallá fékk á dögunum afhenta nýja 20 tonna Volvo L120H hjólaskóflu. Hér er um að ræða ríkulega útbúna Volvo hjólaskólflu með skermum yfir öllum hjólum auk aurhlífa. Sjálfvirkt smurkerfi kemur með vélinni auk BSS dempari á gálga sem eykur þægindi til muna þegar vélinni er ekið með fulla skóflu af efni. Mjög vel búin ljósum sem eykur öryggið og þægindin þegar unnið er í myrkri, bakkmyndavél, blikkljós á topp. Útispeglar rafstýrðir og upphitaðir o.m.fl.

Við þetta tækifæri var tekin mynd af starfsmönnum BM Vallá þeim Gylfa Þór Helgasyni og Ólafi Vilberg Sveinssyni ásamt Ólafi Árnasyni frá Brimborg. Óskum við eigendum og starfsfólki BM Vallá innilega til hamingju með nýju glæsilegu Volvo L120H hjólaskófluna.