Fossvéla ehf Selfossi fá afhenta nýja öfluga 28 tonna Volvo L180H hjólaskóflu

Afhending á nýrri Volvo L180H hjólaskóflu til Fossvéla ehf.
Afhending á nýrri Volvo L180H hjólaskóflu til Fossvéla ehf.

Fossvélar ehf á Selfossi  ehf, fékk í byrjun febrúar afhenta nýja Volvo L180H hjólaskóflu. L180H er rúmlega 28 tonna hjólaskófla sem kemur með D13J 334 hö mótor sem er að skila 2.030 Nm togi. Hér er á ferðinni ákaflega vinsæl, öflug og góð mokstursvél sem hefur marg sannað sig við íslenskar aðstæður. Volvo L180H hjólaskóflan er einstaklega vel útbúin í alla staði, með mjög góðri lýsingu hringin í kringum vélina, auk bakkmyndvélar og bakkflautu allt til að gera vinnuna auðveldari og öruggari við erfiðar aðstæður. Dempari á gálga sem auðveldar flutning á lausu efni á ósléttu undirlagi auk þess sem afköst verða meiri. CDD sýring frábær búnaður fyrir stjórnandann sem þarf ekki að snúa stýrishjólinu við moksturinn. Kemur vélin með Load assist sem er nýr viktunarbúnaður sem er hannaður frá grunni af Volvo CE.

Óskum við starfsmönnum og eingendum Fossvéla ehf, til hamingju með nýju L180H hjólaskófluna.

Við afhendinguna var smellt mynd af nokkrum myndum af vélinni og starfsmönnum Fossvéla ehf, ásamta Ólafi Árnasyni frá Brimborg.

Bæklingur yfir L180H hjólaskófluna á ensku má nálgast hérna. Smelli hér.

Hægt er að sjá meira af myndum inn á facebook síðu Volvo atvinnutækja. Smellið hér.