G.Hjálmarsson ehf, fær afhent nýja Volvo L110H hjólaskóflu

Afhending á nýrri L110H hjólaskóflu til G.Hjálmarsson ehf
Afhending á nýrri L110H hjólaskóflu til G.Hjálmarsson ehf

G.Hjálmarsson ehf, fékk í gær afhenta nýja glæsilega Volvo L110H 19 tonna hjólaskóflu. Hjólaskóflan er einstaklega vel útbúin, kemur með dempara á gálga, CDC stýripinna, Load assist vigtunar hugbúnaði, bakk myndvél, öflugri loftkælingu o.m.fl. Vinnuljósin sem koma með vélinni eru mjög öflug LED ljós sem lýsa vinnusvæði í kringum vélina vel upp þannig að vinnan við erfiðar aðstæður í myrkri verður auðveldari, eykur öryggi á vinnustað og framleiðni þess er vinnur á vélinni. Auk þess er þessi vél sú fyrsta sem kemur með toppbogum á húsi og húddi með sem eru með stöðuljósum og blikkljósum. Rafmagnsveltingur á húddi yfir vélasal sem gerir það að verkum að aðgengi að þjónustustöðum vélarinnar er mjög gott. Volvo L110H er knúin áfram af D8J Volvo vél sem er 8 lítra og 259 hestöfl.

Við þetta tækifæri þegar vélin var afhent var að sjálfsögðu tekin mynd af þeim bræðrum Guðmundi og Hjálmari Guðmundssonum en fyrir lág í lok dags að rúlla norður á Akureyri með nýju vélina.

Óskum við eigendum og starfsfólki G.Hjálmarsson ehf, innilega til hamingju með nýju Volvo L110H hjólaskófluna.

Hér fyrir aftan er hægt að smella á hlekk til þess að sækja bækling á ensku yfir Volvo L110H hjólaskófluna. Smellið hér.