Ístak fær afhentar tvær nýjar Volvo vinnuvélar

Tvær Volvo vinnuvélar afhentar til Ístak. Flottur hópur starfsmanna Ístak stillti sér upp á milli Vo…
Tvær Volvo vinnuvélar afhentar til Ístak. Flottur hópur starfsmanna Ístak stillti sér upp á milli Volvo vinnuvélanna.

Ístak fékk afhentar í síðustu viku tvær nýjar og öflugar Volvo vinnuvélar. Annarsvegar EC380E L beltagröfu og hinsvegar Volvo EW160E hjólagröfu.

Volvo EC380E L beltagrafan er mjög öflug og afkastamikil og er hátt í 40 tonn að þyngd með Volvo D13 vél sem uppfyllir Stage IV/Trier 4 mengunarstaðla. Öll stjórntæki eru innan seilingar, stýripinni, takkar og LCD skjár með upplýsingum, allt hannað með það fyrir augum að gera vinnu stjórnandans sem skilvirkasta. Nánari upplýsingar er að finna í bækling yfir Volvo EC380E beltagröfuna. Smellið hér.

Volvo EW160E 16 tonna hjólagrafan er mjög vel útbúin í alla staði. Með tvöfaldri bómu, tvöföldum dekkjum sem gera hana stöðugri í mokstri, ýtublaði og stuðnings löppum. Öflug ljós á húsi og gálga auk myndavélar sem vísar aftur sem sem gerir vinnuna auðveldari og öruggari fyrir stjórnandann þegar unnið er í myrkri. Hjólavélin kemur með X20 Steelwrist rótortilti og hraðtengi sem gerir vinnuna við snyrtingar og frágang mun auðveldari. Skoðið bæklinginn yfir Volvo EW160E hjólagröfuna. Smellið hér.

Við þetta tækifæri þegar vélarnar voru afhentar rétt fyrir páskafrí buðu Ístaksmenn starfsmönnum á svæðinu í kaffi og meðlæti til fagna nýjum Volvo vinnuvélum í tækja flotan hjá sér. Ólafur Árnason hjá Brimborg fór yfir helsta búnað og virkni vélanna með starfsmönnum. Reynir Viðarsson rekstrarstjóri þjónustudeildar hjá Ístak tíundaði fyrir starfsmönnum mikilvægi þess hugsað sé vél um vinnuvélarnar og að hér séu á ferðinni öflug og dýr tæki sem skiptir miklu málið að séu notaðuð á réttan máta og á sem hagkvæmastan hátt.

Óska starfsmenn Volvo atvinnutækjasviðs Brimborgar eigendum og starfsfólki Ístak innilega til hamingju með nýju Volvo vinnuvélarnar.

Við þetta tækifæri var smellt af mynd af hópnum sem var samankomin í sólinni að Bugðufljóti hjá Ístak. Hægt er að skoða fleiri myndir á Facebook síðu Volvo atvinnutækja. Smellið hér.