Jón og Margeir ehf, fengu afhenta nýja Volvo EC250E L beltagröfu

Volvo EC250E L beltagrafa afhent Jón & Margeir ehf Grindavík
Volvo EC250E L beltagrafa afhent Jón & Margeir ehf Grindavík

Jón og Margeir ehf, Grindavík fengu afhenta fyrir helgi nýja Volvo EC250E 25 tonna beltagröfu. Vinnuvélafloti hjá J&M ehf stækkar enda næg verkefni hjá J&M framundan á næstu misserum. Hér er á ferðinni eins og áður sagði 25 tonna beltagrafa sem er vel útbúin. Mjög öflug ljós eru sem lýsa nánasta vinnu umhverfi vélarinnar vel upp auk ljósa á bómu. Auk þess er búið að setja á vélina ljósaboga með blikkljósum ofan á hús og aftan á ballest, allt til að auka öryggið á vinnustað í kringum hina nýju glæsilegu Volvo EC250E beltavél. Óskum við eigendum og starfsfólki Jón og Margeir ehf til hamingju með nýjustu Volvo vinnuvélina í flotanum hjá þeim.

Hægt er að skoða meira af myndum inn á facebook síðu Volvo atvinnutækja. Smellið hér.