Loftorka Reykjavík fær afhenta nýja Volvo P6820C malbikunarvél.

Afhending á Volvo P6820C malbikunarvél til Loftorku Reykjavík.
Afhending á Volvo P6820C malbikunarvél til Loftorku Reykjavík.

Loftorka Reykjavík fékk í dag afhenta nýja Volvo P6820C malbikunarvél. Er hér á ferðinni fyrsta Volvo malbikunarvélin sem Volvo atvinnutækjasvið afhendir. Volvo P6820C er malbikunarvél í millistærð sem hentar mjög vel við hinar ýmsu aðstæður. DuoTamp High Density útleggjari frá Volvo er á þessari malbikunarvél sem þjappar malbikið mjög vel þegar vélin leggur malbikið niður sem gerir það að verkum að minna þarf að valta yfirborð malbiks. Vélin sem knýr malbikunarvélina áfram er D6H 6 lítra 140 kW eða 190 hestöfl.

Óskum við eigendum og starfsfólki Loftorku Reykjavík innilega til hamingju með nýju Volvo P6820C malbikunarvél.  www.loftorka.com 

Hér er hægt að sækja bækling á ensku yfir Volvo P6820C. Smellið hér.

Við þetta tækifæri var tekin mynd í rigningunni þegar malbikunarvélin var afhent. Frá vinstri Andrés Sigurðsson, Ólafur Árnason frá Brimborg og Friðrik Andrésson frá Loftorku Reykjavík.