Malbikunarstöðin Hlaðbær Colas fær nýja L150H hjólsaskóflu

Afhending á nýrri Volvo L150H hjólaskóflu til Malbikunarstöðvarinnar Hlaðbæ Colas hf.
Afhending á nýrri Volvo L150H hjólaskóflu til Malbikunarstöðvarinnar Hlaðbæ Colas hf.

Hlaðbær Colas fékk í dag afhenta nýja 25 tonna L150H hjólaskóflu. Er hjólaskófla mjög vel útbúin og til að mynda með snilldar tækninýjung eins og OptiShift sem gerir það að verkum að hráoliueyðsla getur lækkað um allt að 18% auk þess sem afköst vélarinnar aukast. RBB eða Reverse By Braking eða „bakka og bremsa“ í OptiShift gerir það að verkum að vélin skynjar stefnu vélarinnar og  þegar stjórnandinn breytir um stefnu þá bremsar vélinni sig niður sjálkrafa.  Þetta minnkar eldsneytiseyðslu og eykur þægindin fyrir stjórnandann. Öll stjórntæki vélarinnar eru innan seilingar fjarlægð, öflug loftkæling, fjaðrandi fjölstillanlegt ökumannssæti, fullt af ljósum, dempari á gálga o.m.fl.

Óskum við eigendum og starfsmönnum Malbikunarstöðvarinnar Hlaðbær Colas hf til hamingju með nýju vélina.

Feðgarnir Steingrímur Bragason og Bragi Bergman frá Hlaðbæ Colas komu til að taka við nýju Volvo hjólaskóflunni og að sjálfsögðu var smellt af einni mynd við það tækifæri. Ólafur Áranson frá Brimborg er með þeim á myndinni.

Hér er hægt að nálgast bækling á ensku yfir Volvo L150H hjólaskófluna. Smellið hér.