Starfsmenn Volvo atvinnutækja verða á Bauma 2016.

Úti sýningarsvæði Volvo CE Bauma 2013.
Úti sýningarsvæði Volvo CE Bauma 2013.

Bauma 2016 vinnuvéla og tækjasýninginn í Munchen hefst í byrjun næstu viku og stendur yfir frá mánudegi 11 til sunnudags 17.apríl. Starfsmenn Volvo atvinnutækjasviðs hjá Brimborg koma til með að vera á sýningarsvæði sem Volvo CE er með í höll C4 bás merktur 327 daganna 11-13 apríl eða mánudag til miðvikudags. Sýningarsvæði Volvo CE innandyra er ca.2.300 m2 af stærð, þannig að gott pláss verður fyrir talsvert af Volvo CE vinnuvélum. Kemur Volvo CE til með að kynna til sögunnar að þessu sinni nýjar stórar og öflugar vinnuvélar sem verður án efa fróðlegt að sjá. Fyrir utan C4 sýningarhöll verður Volvo CE með 6.460 m2 sýningarsvæði, en þar verður á fyrirfram ákveðnum tímum dagsins hinar frægu „Volvo CE vinnuvéla sýningar“.

Eru sýningargestir boðnir velkomnir á sýningarsvæði Volvo CE sem er eins og áður sagði í höll C4 en þar koma starfsmenn Volvo atvinnutækjasviðs Brimborgar til með að vera sýningargestum til halds og trausts.

Bauma vinnuvéla og tækja sýninginn er sú stæðsta sinnar tegundar í heiminum með yfir 3.400 sýnendur sem koma allstaðar að úr heiminum. Sýningarsvæði Bauma spannar yfir 605.000 m2 og áætlað er að hátt í 500 þúsund manns komi til með að heimsækja sýninguna að þessu sinni.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Bauma 2016. www.bauma.de/index-2.html