Beltagröfur frá Volvo: Við höfum réttu vélina í verkið

Beltagröfur

Með Volvo-beltagröfum nærðu áður óþekktum árangri hvað skilvirkni gröfubúnaðar varðar. Þetta er vökvastýrð grafa sem þú getur treyst á í grjótnámi, námugreftri, vegavinnu, mannvirkjagerð, almennri byggingarvinnu og meira. Veldu skóflu eða einhvern annan Volvo-aukabúnað og svo geturðu hafist handa. 
Hver gerð af beltagröfu er hönnuð til þess að vera endingargóð, öflug og sparneytin. Grafðu dýpra með Volvo-gröfu

Á meðal helstu eiginleika hinna ýmsu Volvo-grafna  eru:

  • Traust Volvo-vél sem skilar miklu togi á lágum snúningshraða og er einstaklega sparneytin.
  • Í Volvo Care Cab er mikið rými fyrir stjórnandann með skyggni í allar áttir. Árangurinn er aukið öryggi, þægindi og afköst.
  • Mjúkar hreyfingar og nákvæm stjórnun þökk sé snjöllu og næmu vökvakerfi með forgangsaðgerðum.
  • Það er auðvelt að þjónusta tækið með síuklösum og breiðum dyrum á hólfum, sem skilar sér í meiri uppitíma og auknu öryggi.
  • CareTrack fjareftirlit er staðalbúnaður*, sem hjálpar þér að spara eldsneyti, draga úr kostnaði og hámarka hagnað.

Beltagröfur frá Volvo fást í ýmsum stærðum. Þær eru þekktar fyrir einstaka endingu, áreiðanleika, lágan rekstrarkostnað, sparneytni og ekki síður góða endursölu. Kynntu þér nánar Volvo beltagröfur á vef Volco Construction Equipment hér.

Volvo vinnuvélar eru þekktar fyrir gæði, endingu, sparneytni og mild áhrif á umhverfið. Hafðu samband í síma 515 7070 við sérfræðinga Veltis eða sendu fyrirspurn eða komdu til okkar í Hádegismóa 8, 110 Reykjavík og fáðu nánari upplýsingar um vinnuvélar frá Volvo.