Hjólagröfur frá Volvo: Afar hreyfanlegar, fjölhæfar og afkastamiklar.

Hjólagröfur

Volvo-hjólagröfur eru sveigjanlegir vinnuþjarkar, jafnt innan sem utan vega. Með þessum afar fjölhæfu vélum færðu gröfuskófluna, aukabúnaðinn og moksturinn sem þú krefst, auk þæginda við stjórnun og mikils aksturshraða. Hvort sem þú þarft þungar vinnuvélar í vegavinnu, almenna byggingarvinnu og viðhald, meðhöndlun úrgangs, endurvinnslu, landslagsmótun eða lagnavinnu mun grafa frá Volvo.gera þér kleift að ná hámarksárangri.

Á meðal helstu eiginleika hinna ýmsu Volvo-grafna eru:

  • Sparneytinn Volvo-mótor sem samræmist IIIB/4. stigs staðli.og viðeigandi íhlutir tryggja fullan kraft og lítinn útblástur.
  • Í Volvo Care Cab stýrishúsinu er gott skyggni í allar áttir, mikið rými fyrir stjórnandann og lágmarkstitringur, sem leiðir til meira úthalds og afkasta.  
  • „Snjallt“ vökvakerfi tryggir nákvæma stjórnun, viðbragðsflýti og mjúkar hreyfingar auk forgangsaðgerða.
  • Það er fljótlegt og auðvelt að þjónusta tækið þökk sé síuklösum og breiðum dyrum á hólfum sem skila meiri uppitíma og auknu öryggi.
  • CareTrack fjareftirlit, sem fylgir sem staðalbúnaður*, hjálpar þér að spara eldsneyti, draga úr kostnaði og hámarka hagnað

Hjólagröfur frá Volvo fást í ýmsum stærðum. Þær eru þekktar fyrir einstaka endingu, áreiðanleika, lágan rekstrarkostnað, sparneytni og ekki síður góða endursölu. Kynntu þér nánar Volvo hjólagröfur á vef Volco Construction Equipment hér.

Volvo vinnuvélar eru þekktar fyrir gæði, endingu, sparneytni og mild áhrif á umhverfið. Hafðu samband í síma 515 7070 við sérfræðinga Veltis eða sendu fyrirspurn eða komdu til okkar í Hádegismóa 8, 110 Reykjavík og fáðu nánari upplýsingar um vinnuvélar frá Volvo.