Smágröfur - Fjölnotatækið

Smágröfur

Þegar afköst, skilvirkni og hagkvæmni eru mál málanna eru Volvo-smágröfurnar augljósa svarið, enda tryggir hátæknibúnaður þeirra framúrskarandi árangur.

Öryggi, skilvirkni og umhverfisvernd er það sem við viljum tryggja þér í starfi þínu. Við viljum starfa náið með þér og veita þér viðvarandi tækni- og varahlutaþjónustu til að tryggja að vélin starfi hnökralaust.

Í þessum hluta er gnótt upplýsinga til að hjálpa þér að finna fullkomna Volvo-smágröfu fyrir þarfir þínar. Þú færð líka allar upplýsingar sem þú þarft til að taka rétta ákvörðun, m.a. fulla vörulýsingu, lýsingu á aukabúnaði og meira.

Smágröfur (mini gröfur) frá Volvo hafa erft gæðin frá stóru bræðrum hvort sem um er að ræða endingu, áreiðanleika, lágan rekstrarkostnað, sparneytni og góða endursölu. Á vef Volvo Construction Equipment getur þú kynnt þér vélarnar nánar.

Volvo vinnuvélar eru þekktar fyrir gæði, endingu, sparneytni og mild áhrif á umhverfið. Hafðu samband í síma 515 7070 við sérfræðinga Veltis eða sendu fyrirspurn eða komdu til okkar í Hádegismóa 8, 110 Reykjavík og fáðu nánari upplýsingar um vinnuvélar frá Volvo.