Hjólaskóflur frá Volvo: Fremstar í sínum flokki síðan 1954

Hjólaskóflur frá Volvo. Mokaðu upp meiri hagnaði.

Hjólaskóflurnar frá Volvo eru öflugar þar sem það skiptir máli. Með þessum kröftugu vinnuvélum er hægt að auka afköstin svo um munar. Vélarnar eru allt frá smáskóflum til mikilvirkra véla fyrir stórframkvæmdir og henta við öll verk, svo sem byggingarvinnu, jarðvegsflutninga, meðhöndlun úrgangs, landmótun, grjótnám, timburvinnslu eða landbúnað.

Meðal helstu eiginleika hjólaskóflna frá Volvo má nefna:

Öruggt og þægilegt stýrishús þar sem stjórnandanum líður vel og getur einbeitt sér að verkinu sem fyrir höndum er.

Veldu hjólaskófluna sem hentar þeirri notkun sem þú hefur í huga, með stórum skóflum eða þeim Volvo-aukabúnaði sem þú kýst.

Hjólaskólfur frá Volvo eru til í ýmsum stærðum en allar eiga þær það sameiginlegt að vera öflugar og hagkvæmar í rekstri. Skoðaðu úrvalið á vef Volvo Construction Equipment.

Volvo vinnuvélar eru þekktar fyrir gæði, endingu, sparneytni og mild áhrif á umhverfið. Hafðu samband í síma 515 7070 við sérfræðinga Veltis eða sendu fyrirspurn eða komdu til okkar í Hádegismóa 8, 110 Reykjavík og fáðu nánari upplýsingar um vinnuvélar frá Volvo.