Búkollur frá Volvo: Hagnaður í bílförmum.

Námutrukkar

Volvo-vinnuvélar voru frumkvöðlar í hönnun á búkollum og við erum enn fremst í flokki um allan heim þegar kemur að því að flytja hlöss við erfiðar aðstæður og notkunarskilyrði. Hvort sem um er að ræða grjótnám, námuvinnu, jarðgangnagerð, jarðvegsvinnu eða meðhöndlun úrgangs eða annars efnis, þá eru Volvo-búkollur alltaf réttu tækin þegar verkið kallar á námubifreiðar.

Á meðal helstu eiginleika búkollna frá Volvo eru:

  • Volvo-aflrás með samræmdri hönnun, allt frá vél til gírkassa og öxla
  • Sjálfstillandi vökvastýring sem tryggir öryggi og endingu
  • 6x4 og 6x6 stillingar til að hámarka skilvirkni, endingu og hreyfigetu í torfærum
  • Volvo Care Cab stýrishús með miðlægri staðsetningu stjórnanda til að tryggja gott skyggni og sem mest rými, þægindi og öryggi
  • Vélarhlíf með palli á grilli sem opnast niður til að auðvelda aðgang að vélinni
  • 95% endurvinnanleg vél, sem stuðlar að því að vernda umhverfið
  • CareTrack fjareftirlit er staðalbúnaður*, sem hjálpar þér að spara eldsneyti, draga úr kostnaði og hámarka hagnað
  • Brunavarnarkerfi sem er sérhannað fyrir liðstýrða trukka frá Volvo. 

Kynntu þér nánar Volvo búkollur á vef Volvo Construction Equipment hér.

Volvo vinnuvélar eru þekktar fyrir gæði, endingu, sparneytni og mild áhrif á umhverfið. Hafðu samband í síma 515 7070 við sérfræðinga Veltis eða sendu fyrirspurn eða komdu til okkar í Hádegismóa 8, 110 Reykjavík og fáðu nánari upplýsingar um vinnuvélar frá Volvo.