Malbikunarvélar frá Volvo

Malbikunarvélar

ABG á beltum

ABG-malbikunarvélar með belti eru öflugar vélar sem henta vel til malbikunar við krefjandi aðstæður. Þær búa yfir nægu aukaafli, hönnunin er traust og rammbyggð og þær eru tilvaldar fyrir miðlungsstór og stór verkefni. Kynntu þér nánar Volvo ABG malbikunarvélar á beltum á vef Volvo Construction Equipment. Smelltu hér.

ABG á hjólum

Volvo býður nú upp á háþróuðustu malbikunarvél með hjólum sem fyrirfinnst á markaðnum. ABG-malbikunarvél með hjólum frá Volvo er afkastamikil, traust, skilar hágæðamalbikun og er ómissandi tæki í gatnagerð. Kynntu þér nánar Volvo ABG malbikunarvélar á hjólum. Smelltu hér.

ABG - réttskeiðar - handvirkar

Volvo býður upp á ýmsar réttskeiðar fyrir malbikunarvélarnar svo hægt sé að mæta þörfum hvers viðskiptavinar. Með DuoTamp-háþéttniréttskeiðinni er hægt að ná mjög mikilli samþjöppun, sem dregur verulega úr þörfinni á að nota valtara eða gerir það jafnvel óþarft. Útkoman er afar samþjappað og slétt malbik. Þessar réttskeiðar eru afar sveigjanlegar þar sem auðvelt er að stækka stillanlegu réttskeiðarnar þannig að grunnbreiddin meira en tvöfaldast. Fáðu nánari upplýsingar um ABG réttskeiðar fyrir malbikunarvélar. Smelltu hér.

ABG - réttskeiðar - stillanlegar

Volvo býður upp á ýmsar réttskeiðar fyrir malbikunarvélarnar svo hægt sé að mæta þörfum hvers viðskiptavinar. Með DuoTamp-háþéttniréttskeiðinni er hægt að ná mjög mikilli samþjöppun, sem dregur verulega úr þörfinni á að nota valtara eða gerir það jafnvel óþarft. Útkoman er afar samþjappað og slétt malbik. Þessar réttskeiðar eru afar sveigjanlegar þar sem auðvelt er að stækka stillanlegu réttskeiðarnar þannig að grunnbreiddin meira en tvöfaldast.

Volvo vinnuvélar eru þekktar fyrir gæði, endingu, sparneytni og mild áhrif á umhverfið. Hafðu samband í síma 515 7070 við sérfræðinga Veltis eða sendu fyrirspurn eða komdu til okkar í Hádegismóa 8, 110 Reykjavík og fáðu nánari upplýsingar um vinnuvélar frá Volvo.