Skriðstýrðar skóflur frá Volvo: Volvo skriðstýrðar skóflur - Fjölhæfar. Afkastamiklar. Öflugar.

Skriðstýrðar skóflur

Skriðstýrðar skóflur frá Volvo eru með fjölhæfustu vinnuvélum sem fyrirfinnast. Volvo býður upp á mikið úrval skriðstýrðra skóflna, bæði með bogalyftu og lóðréttri lyftu, sem henta til flestra verka. Með margvíslegum aukabúnaði frá Volvo er hægt að flytja jarðveg, grafa skurði, bora stauraholur, raða á bretti eða mölva steinsteypu. Þar sem vélarnar þurfa að standa í ströngu dag hvern er eins gott að þær séu traustar og endingargóðar. - Sú er raunin með skriðstýrðu hjólaskófluna frá Volvo.

Á meðal helstu eiginleikanna  eru:

  • Auðveldari og öruggari aðgangur að hliðarhurð, þökk sé hönnun með einum framarmi.
  • Gott skyggni í allar áttir, þökk sé traustri hönnun með einum framarmi.
  • Rúmgott stýrishús með velti- og fallvarnargrindum þar sem þægindi stjórnandans eru í fyrirrúmi.
  • Þrifalegar, skilvirkar og öflugar Volvo-vélar.
  • Afturhurð er stór og stýrishús hallar fram svo auðvelt er að nálgast allan þjónustu- og viðhaldsbúnað.
  • Með Volvo-hraðtengi er hægt að festa margvíslegan búnað við tækið.

Skriðstýrðar skóflur eru sannkallaðar fjölnotavélar og eru einstaklega hagkvæm tæki til margvíslegra verka en sérstaklega þar sem aðstæður eru þröngar og lipurleiki skiptir miklu máli. Frá Volvo fást skriðstýrðar fjölnotavélar í tveimur meginútfærslum.

Með hraðtengi má auðveldlega skipta á milli búnaðar og breyta tækinu á augabragði fyrir mismunandi verkefni. Tönn, gaflar, fleygur, skófla, bor eða kvíslar eru dæmi um búnað sem má nota með vélinni.

Volvo vinnuvélar eru þekktar fyrir gæði, endingu, sparneytni og mild áhrif á umhverfið. Hafðu samband í síma 515 7070 við sérfræðinga Veltis eða sendu fyrirspurn eða komdu til okkar í Hádegismóa 8, 110 Reykjavík og fáðu nánari upplýsingar um vinnuvélar frá Volvo.